10.1.2008 | 20:56
Veit þetta fólk þá ekkert um hvernig forkosningar fara?
Mörgum finnst að það ætti að vera lítill vandi að spá fyrir um úrslit forkosninga með þessar fínu spár, byggðar á mörgum könnunum, gerðum rétt fyrir sjálft forvalið.
Það er eitt af því sem er svo skemmtilegt að fylgjast með forkosningum í Bandaríkjunum, að fólk er að ákveða sig fram á síðustu stundu. Óákveðnir, bæði þau sem eru skráð í stóru flokkana tvo, og svo óháðir, eru margir. Fólk er að kjósa með baráttu í huga, hver getur unnið forsetakosningar fyrir minn flokk?
Það kann að sveiflast vegna smárra atriða sem fá það til að muna hvar það stendur. Frægt er þegar Rick Lazio, keppinautur Hillary Clinton um öldungadeildarsæti árið 2000, talaði niður til hennar í frægri kappræðu. Körlum fannst hann hafa unnið kappræðuna en konur flykktust að kjósa hana.
Niðurstöður í New Hampshire hafa opnað baráttuna upp á gátt í báðum flokkum og líklega skýrast línur ekki fyrr en að morgni 6. febrúar. Daginn áður verða kosningar í 19 ríkjum hjá báðum flokkum, og í 5 ríkjum að auki hjá öðrum hvorum þeirra. Þarna verða fjölmenn ríki sem skila mörgum kjörmönnum eins og California, New Jersey, Massachusetts, New York og Illinois.
Clinton kemur frá Illinois og keppir um atkvæði þar við Obama, sem er öldungadeildarþingmaður fyrir ríkið. Bæði keppa um atkvæði í New York-borg, þar sem til dæmis íbúar Harlem verða að gera upp á milli manns sem er ættaður frá Kenya og hvítrar yfirstéttarkonu sem hefur ákveðið að búa þar. Þau berjast hart í New Jersey þessa stundina og munu safna góðu liði frægra áhangenda í Kaliforníu. Þau hafa bæði góðan sjóð að ausa úr í baráttuna, og munu hvorugt viðurkenna tap fyrr en atkvæði meira en helmings kjörmanna verða ljós.
Hvorki McCain eða Huckabee hafa unnið nokkurn afgerandi sigur hjá repúblikönum ennþá. Romney hugsar sér gott til glóðarinnar í komandi forkosningum í Michigan, þaðan sem hann er ættaður. Þann 5. febrúar mun hann búast við sigri í Massachusetts, þar sem hann er ríkisstjóri. Hann mun einnig ætla sér nokkuð af atkvæðum í California, New Jersey og New York þann sama dag, en á þar í höggi við McCain. Þá kemur einnig Rudy Guiliani í baráttuna og býst við góðu gengi í sömu ríkjum, en Huckabee á sennilega minna gengi að fagna í þeim þann daginn. Hann mun leggja áherslu á baráttuna í miðríkjunum og suðurríkjunum sem kjósa þann dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.