Leita í fréttum mbl.is

Allt opið í forkosningum í Bandaríkjunum

Obama og Romney, sem ég hafði spáð sigri í forkosningum í New Hampshire, lentu báðir í öðru sæti, á eftir Clinton og McCain. Þeir voru þó hátt á blaði og úrslitin eru enn upp á gátt hjá báðum flokkum.

Næstu forkosningar eru í Michigan. Ríkið braut reglur beggja flokka til að vera snemma á árinu með forkosningarnar. Demókratar munu ekki viðurkenna þá kjörmenn sem þar verða kosnir og frambjóðendur þeirra munu ekki berjast í ríkinu. Þrátt fyrir það verður fylgst með niðurstöðum þar næsta þriðjudag af athygli. Nú stendur baráttan einungis milli Clinton, Obama og Edwards. Michigan er vinstrisinnað ríki og Clinton fær góðan hljómgrunn þar.

Repúblikanar munu taka gilda helming kjörmanna í Michigan. Romney á ættir að rekja þangað og gerir ráð fyrir góðu gengi. Eftir sigur Huckabees í Iowa og McCain í New Hampshire, fara þessir þrír með gott vegarnesti að Super Tuesday, þegar Rudy Giuliani lætur fyrst til sín taka. Hann er þegar farinn að ná í atkvæði án þess að beita sér.

Eftir Michigan eru forkosningar í tvennu lagi í South Carolina. Edwards kemur frá nágrannaríkinu North Carolina og keppir að góðri frammistöðu þar. Í kjölfarið fylgir forval í Nevada og forkosningar i Florida. Florida er eins sett og Michigan, braut reglur beggja flokka. Demókratar viðurkenna enga kjörmenn þaðan og repúblikanar helming þeirra.

Síðan koma forkosningar í 24 ríkjum þann 5. febrúar, nú kallaður Super Duper Tuesday, þar af 19 ríki þar sem báðir flokkar velja kjörmenn. Þar á meðal eru fjölmenn ríki eins og California, New York, Illinois, Massachusetts og New Jersey. Það er fyrst þann 5. febrúar sem línur fara að skýrast, enda verður þá búið að kjósa yfir 40% kjörmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband