Leita í fréttum mbl.is

Ef fitan er faraldur, hvað er þá gert í málunum?

Góðar heimildir segja að það sé offitufaraldur í gangi og styðja mál sitt með þekktum stærðum. Hlutfall þeirra sem eru með massahlutfall (BMI, body-mass index) hærra en 30, fer síhækkandi.

Þetta leiðir af sér þekkta sjúkdóma, skemmir líf þeirra sem búa við þessa þyngd og dregur þetta fólk til dauða fyrr en ella. Hér er þess vegna um alvarlegan heilbrigðisvanda að ræða.

Hvað er verið að gera? Ég þekki góð ráð frá Lýðheilsustöð, ummæli lækna um að taka upp betri lífshætti og góðan áróður víðs vegar.

Ég sé minna af ráðum til að auka raunverulega heilsusamlegt líferni, auka hreyfingu og færa mataræði yfir á þekkta hollustu.

Enn er ódýrasti maturinn bæði sætur, feitur og saltur. Feitmeti er niðurgreitt og séð er um að sætmeti sé á lágum tollum. Um leið er hollur matur flokkaður og tollaður sem lúxusfæði.

Er verið að gera eitthvert raunverulegt átak í að auðvelda umferð gangandi fólks og hjólandi? Ég spyr, vegna þess að ég nota bæði fætur og hjól og fæ góð orð í eyra, en lítið meira.

Spurningin er því: Hvað er verið að gera vegna offitunnar? Ef stjórnvöld ætla að reka stofnanir sem reka bara áróður fyrir hollari lífsháttum, meðan sömu stjórnvöld stefna gegn því með ódýrri óhollustu og óheilbrigðum samgöngum, þá verður vandinn til staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband