1.1.2008 | 15:12
Fyrst og fremst á nýju ári: Betra veður
Vilja ekki allir að nýtt ár verði betra en það síðasta?
Ég dvaldi eitt sinn ár meðal þjóðar sem var ekkert voðalega hrifin af 20. öldinni, hvað þá þeirri 21. Þeirra öld var og er sú 19. Þetta eru Bretar, sem fagna samt nýju ári en ekki eins og Íslendingar.
Íslendingar vilja aftur á móti að hlutirnir verði betri. Ég hef tekið eftir því. Þau undirstrika það með því að þvælast um bæina og sveitirnar í arfavitlausu veðri, drekka sig helst á skallann ef þau geta og heilsa nýju ári með timburmenn ársins. Leiðin getur eiginlega aðeins legið upp á við frá því.
Andlega heilsu má bæta með minnkandi sjónvarpsglápi. Þú getur notað einfalt próf. Hvað ef þú gætir sleppt því að ræða um skaupið á nýju ári, liði þér þá ekki betur?
Líkamleg heilsa líður fyrir fælni við íþróttahús hjá undirrituðum, sem hefur ekki heimsótt þannig stofnanir síðan hann varð 15 ára eitt vor fyrir löngu, löngu síðan og lauk síðasta leikfimiprófinu. Veðrið hefur síðan lagst á eitt með þessari fælni. Fyrst og fremst á nýju ári: Betra veður.
Ráðleggur hvernig efna megi nýársheitin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.