29.12.2007 | 19:51
Að styrkja björgunarsveitirnar
Nú kaupa Íslendingar flugelda eins og lífið eigi að leysa þrátt fyrir afleita spá fyrir gamlárskvöld. Sem betur fer, fyrir björgunarsveitirnar.
Eins og Kristinn Ólafsson lýsti í fréttunum er þetta lífsspursmál fyrir þær og hagnaðurinn ekki í hendi fyrr en upp er staðið. Eins og Kristinn sagði, kannski óheppilega, fara björgunarsveitirnar ekki að fá í vasann fyrr en eftir hádegi á gamlársdag, því kostnaðurinn er líka mikill við allt umstangið.
Það er bara að vona að Íslendingar taki hann ekki á orðinu og mæti ekki fyrr, og segist bara vilja kaupa flugelda af þeim þegar það er hagnaður af því! Eftir hádegi 31. desember er farið sneyðast um bestu skoteldana og styttast í að verði lokað.
Það eru ekki allir jafn hrifnir af því að kaupa mikið af skoteldum. Sumum finnst þeir hættulegir, og kunna kannski slæmar sögur af óhöppum með þá. Flugeldar eru ekki beint umhverfisvænir, fullir af þungmálmum, geta myndað versta mengunarský ársins (ekki miklar líkur á því núna) og svo er bölvaður hávaði af þeim!
Ég hafði samband við Landsbjörgu fyrir þremur árum og vildi styrkja þá á annan hátt, og vildi helst að það væri auðveld leið til þess á vefnum hjá þeim. Sem betur fer hefur Landsbjörg sett þetta upp, sjá flipann Styrkja félagið hjá þeim. Það er hægt að velja hvaða björgunarsveit maður vill styrkja og þetta fé rennur um það bil allt til þeirra. Það er fremur einfalt að setja þetta á kort hjá sér, eða fá greiðsluseðil fyrir kortafælna.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.