28.12.2007 | 18:27
Hoggið í ríkidæmið
Þær fregnir berast nú að margt fólk eigi í vanda vegna þess að þau hafi tekið lán fyrir hlutabréfakaupum sem þýði beint tap, eins og mál standa.
Sem betur fer er þetta ekki verst stæði hópur þjóðfélagsins, heldur fremur fólk sem á góð veð í húsi, lóð eða bíl. Vandinn er enn sem komið er ekki voðalegur og lýsir sér helst í að bankinn er kominn með hærra veð í húsinu, lóðinni eða bílnum, vegna þess að veðið í bréfunum dugir ekki eins vel og það gerði.
Hjá flestum er þetta þess vegna hálfgert lúxusvandamál. Fyrstu áhrifin af svona bakslagi eru að augljósasti lúxusinn verður skorinn niður. Þess vegna virðast nýársböllin verða færri en hefur verið undanfarin tíu ár eða svo.
Það verða þó einungis dýrustu böllin sem eru slegin af. Liðið hefur væntanlega efni á eins og einni eða tveimur flöskum og nokkrum rakettum, og getur skemmt sér eins og venjulegir Íslendingar.
En það verður súrt fyrir suma, sem héldu að þau væru komin í annan og ríkari hóp.
Hlutabréf lækkuðu á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Lífstíll | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.