Leita í fréttum mbl.is

Hoggið í ríkidæmið

Þær fregnir berast nú að margt fólk eigi í vanda vegna þess að þau hafi tekið lán fyrir hlutabréfakaupum sem þýði beint tap, eins og mál standa.

Sem betur fer er þetta ekki verst stæði hópur þjóðfélagsins, heldur fremur fólk sem á góð veð í húsi, lóð eða bíl. Vandinn er enn sem komið er ekki voðalegur og lýsir sér helst í að bankinn er kominn með hærra veð í húsinu, lóðinni eða bílnum, vegna þess að veðið í bréfunum dugir ekki eins vel og það gerði.

Hjá flestum er þetta þess vegna hálfgert lúxusvandamál. Fyrstu áhrifin af svona bakslagi eru að augljósasti lúxusinn verður skorinn niður. Þess vegna virðast nýársböllin verða færri en hefur verið undanfarin tíu ár eða svo.

Það verða þó einungis dýrustu böllin sem eru slegin af. Liðið hefur væntanlega efni á eins og einni eða tveimur flöskum og nokkrum rakettum, og getur skemmt sér eins og venjulegir Íslendingar.

En það verður súrt fyrir suma, sem héldu að þau væru komin í annan og ríkari hóp.


mbl.is Hlutabréf lækkuðu á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband