27.12.2007 | 13:59
Tilræðið við Bhutto, bál og brandur í miðri Asíu
Nú hefur talsmaður Benazir Bhutto staðfest að hún hafi látist af sárum eftir sjálfsmorðssprengingu fyrr í dag.
Það er erfitt að halda fram að svæðið sem markast af Írak, Íran, Afganistan og Pakistan sé nokkru friðvænlegra í dag en fyrir innrásina í Afganistan 2001.
Tilræðið við Bhutto var eitthvað sem hún vissi að gæti gerst, og þrátt fyrir það fór hún í kosningabaráttuna. Að henni genginni er fátt sem stendur í vegi fyrir að herinn taki aftur völd, og ekki útilokað að Musharraf leiði stjórnina enn á ný.
Það sem hefur helst breyst í þessum heimshluta á þessum fimm árum, er að gamlir risar fara aftur að láta að sér kveða. Rússland er risið úr öskustó, Indland er að eflast og hefur leitað samvinnu við Kína, sem nú er óumdeilanlega að ná stöðu í hlutfalli við stærð sína í heiminum. Fyrstu sameiginlegu heræfingar Indlands og Kína voru fyrr í þessum mánuði.
Á meðan svo er, hlýtur Pakistan að reyna að leysa sín innri vandamál áður en farið er að ögra nágrönnunum. Áður fyrr var það örþrifalausn forráðamanna þar til að leiða athyglina frá vandanum heimafyrir.
Faðir Benazir, Zulfikar Ali Bhutto var tekinn af lífi 1979 fyrir sakir sem fáir taka gildar. Eiginmaður hennar, Asif Ali Zardari hefur verið dæmdur þrisvar í fangelsi í Pakistan, og gildir svipað um þær sakir sem hann hefur verið borinn. Jakob Ásgeirsson útgefandi þekkir vel til Zardari og var leigjandi hjá honum um skeið í London. Zardari býr núna í New York og er veikur maður eftir 11 ára samanlagða dvöl í fangelsi.
Benazir Bhutto látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.