Leita í fréttum mbl.is

Bloggarar og fréttir

Fréttablöð og bloggarar hafa átt í svolítið taugaveikluðu sambandi undanfarin ár. Í árdaga bloggsins var því kastað fram að það myndi ganga af fréttablöðunum dauðum.

Það er víst að ég myndi ekki fagna því að bloggið tæki við hlutverki þeirra. Meðferð DV á aumingjum landsins er hátíð miðað við opinberu aftökurnar sem hafa gerst á blogginu.

Sem betur fer fyrir mig eru ekki miklar líkur á að þetta gerist. Vefútgáfur hefðbundnu fréttamiðlanna eru staðurinn sem fólk sækir núna daglegar fréttir. 

Það eru ekki miklar fréttir sem hafa orðið til hjá bloggurum miðað við hefðbundna fréttamiðla. Með því að fara yfir málin má sjá að það eru bloggarar sem endurskrifa fréttir sem hafa birst á vefmiðlunum, ekki öfugt.

Það er helst að það er fjör á blogginu kringum kosningar. Þá koma sögurnar fram þar. Síðan fellur allt í dróma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband