25.12.2007 | 12:24
Jólabörn og önnur mannanna börn
Ég verð að viðurkenna að ég hef alltaf vorkennt þeim sem eiga afmæli rétt um jól eða nýár.
Þau geta ekki kvartað undan því að það er alltaf frí og hátíð þegar þau eiga afmæli.
Á hinn bóginn vill afmælið verða í öðru sæti þegar allir fagna jólum eða nýju ári. Oft fá þau eina stóra gjöf, en stundum vill þetta bara verða ein venjuleg gjöf. Þar sem ég er fæddur að vori, eiga þau samúð mína.
Það eru engin jólabörn í minni nánustu fjölskyldu en ég þekki nokkra sem hafa litið í heiminn um þetta leyti.
Þess vegna fylgja hér góðar kveðjur til allra sem eiga afmæli á jólum og nýári, vinir og aðrir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eldri sonur minn er fæddur 26. desember, svo hann rétt slapp. Hann hefur alltaf fengið bæði jólagjafir og afmælisgjafir (þó stundum hafi sumt af afmælisgjöfunum verið eitthvað "í stíl" við jólagjafirnar). Þegar hann var lítill var yfirleitt krakkaboð hjá okkur á annan, stundum var ég hissa hvað mörg börn áttu heimangengt vegna fjölskylduboða. Ég þurfti ekki að hafa mikið fyrir veitingum, þar sem nóg var til af jólabakstri. Í boðinu var síðan upplagt að leyfa krökkunum að rústa piparkökuhúsinu!
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.12.2007 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.