22.12.2007 | 10:44
Vetrarsólhvörf 2007
Nú er lengsta nótt ársins liðin.
Það eru dimmir dagar hér sunnan heiða, dumbungur og sólin sést varla. Hún skríður líka letilega yfir Lönguhlíðina (ekki þá í Reykjavík) og skellir sér niður um leið og færi gefst.
Þá vakna spurningar um ljós og skugga. Hvernig er ljósið á litinn? Er það gult, hvítt, eða blátt?
Svarið er að það er sem betur fer gagnsætt. Annars myndum við lifa í þoku, gulri, hvítri eða blárri, þegar ljóst er og ekki sjá neitt. Ljósið sést aðeins þegar það mætir einhverri hindrun og tekur þá lit.
Myrkrið er enn dularfyllra en ljósið. Það er hvorki eitt né neitt en við sjáum ekki í gegnum það!
Vetrarsólhvörf eru þegar jörðin hættir að velta sér til suðurs á snúningi sínum um sjálfa sig, um leið og hún þeystist kringum sólina, og með henni um miðju vetrarbrautar. Þetta er nóg fyrir hvern sem er til að fá hausverk, eins og vetrarmyrkrið sjái ekki um það.
Þetta er pendúlhreyfing sem tekur ár. Mínútan sem jörðin fer að snúa sér til norðurs er átta mínútur yfir sex á laugardagsmorgni 22. desember þetta árið. Eftir það fer dag að lengja, sem gerist hægt til að byrja með.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.