19.12.2007 | 21:28
Vinur Víkverja á förnum vegi
Sagt er að Víkverji Mogga sé næst-óheppnasti maðurinn á landinu. Sá óheppnasti sé vinur Víkverja.
Sem betur fer er það ekki alltaf sami maðurinn eða konan sem er Víkverji dagsins, og vinir Víkverja þannig fleiri en einn, af báðum kynjum, úr ýmsum stéttum og á ýmsum aldri.
Samt hefur maður á tilfinningunni að Víkverji og vinir hans séu í anda, ef ekki raunverulega, á aldrinum fimmtíu til sextíu eða svo. Lífinu virðist eitthvað vera í nöp við þá, en samt bara nóg til að stríða þeim.
Ég hitti kunningja á förnum vegi í dag og talið barst víða. Það kom í ljós að hann þekkir vel blaðamann á Mogga og hafði einmitt verið vinur Víkverja við fleiri en eitt tækifæri.
Sem betur fer var miklu skemmtilegra að hlusta á hann segja sögur af hræðilegri þjónustu á landsbyggðinni en að lesa þetta í Víkverja.
Ég hef þá hitt óheppnasta mann á landinu, að sögn.
Meginflokkur: Fréttir | Aukaflokkar: Menning og listir, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:12 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.