Leita í fréttum mbl.is

Er sparnaður af því að minnka útgjöld til sjúkrahúsa?

Við fyrstu sýn er þetta fáránleg spurning. Auðvitað lækkar útgjaldareikningur heilbrigðisráðuneytis við það að minnka útgjöld til sjúkrahúsa.

Á móti kemur að dregið er úr þjónustu. Er fylgst með hvað það kostar hvern og einn? Nú borga þeir sem byggja landið skatt til ríkis, sem nú ætlar að skila 39 milljarða afgangi. Sá tekjuafgangur fer ekki til heilbrigðiskerfisins samkvæmt fjárlögum sem voru samþykkt í vikunni. Sparar þá þjóðin sem ríkið er að þjóna?

Til hvers eru þessir 39 milljarðar? Þeir renna ekki til að mennta lýðinn, þeir renna ekki til að bæta heilsu lýðsins, en lýðurinn skal borga. Lýðurinn skal borga eða dæmast brotlegir við landslög.

Stjórnmál annað orð yfir það að ráða um samfélagslega þætti. Annað eru einkamál eða mál frjálsra félagasamtaka. Það er ekki auðvelt að skilja þá sem láta til sín taka í stjórnmálum með það eitt að leiðarljósi að vinna gegn samfélagslegum þáttum. Þá dæma þeir sig úr leik. Það gerist kannski ekki strax en dugir ekki til lengdar.

Heilbrigðisráðherrann hefur notið mikils fylgis innan flokks síns, sérstaklega hjá þeim yngri, þar sem þau sjónarmið þykja góð að draga úr samfélagsþjónustu. Þau rök kynnu að hljóma vel þar til kemur að því að ákveða hvar eigi að skera niður. Viltu fækka hjartaþræðingum? Þær eru dýrar. Viltu hafa kennara á lágum launum? Það segir til sín til langs tíma. Viltu skera niður? Þá áttu líklega ekki heima í stjórnmálum. Allir flokkar þurfa að athuga að þeir sækja fylgi sitt til almennings. Orðið samfélag má ekki verða að einhverju skammarorði ef fólk ætlar að vinna í stjórnmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Jæja loksins einhver annar en ég að skrifa um þetta. Það er mjög mikilvægt að við, öll sem eitt, stöndum vörð um heilbrigðiskerfið því að því er nú sótt á harkalegan hátt. Ég er sammála greinarhöfundi - ef að það er afgangur á ríkissjóði þá á að nota þann afgang til að mæta þörfum heilbrigðiskerfisins. Skerum niður og spörum ef að efni standa til en bætum þjónustuna ef að efnahagur leyfir.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 16.12.2007 kl. 14:04

2 Smámynd: Hörður Svavarsson

Takk fyrir þessi skrif Sveinn. Það er algjörlega nauðsynlegt að halda þessari umræðu á lofti.

Hörður Svavarsson, 17.12.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband