1.12.2007 | 12:38
Jólaóróinn í ár er jólastress
Á Íslandi safna margar jólaóróum, skreytingum frá Georg Jessen eða öðrum stórsnillingum. Ég verð var við þetta ef ég á leið úr landi á haustdögum, en verð að viðurkenna að á mínu heimili er enginn svona órói til. Það er í takt við annan jólaundirbúning á heimilinu. Í gær var ég að þvo gluggatjöldin, í morgun að strauja þau og hengja upp. Svo tekur við fremur tilþrifalítil þrif og eitthvað skraut finnst nú í geymslunni til að setja upp.
Mér flaug þó í hug hvort að jólaóróinn nái að fanga hinn sanna íslenska jólaanda. Til þess þyrfti að hafa jólastressið, jólageggjunina eða jólabrjálæðið. Ég skil þó að enginn vilji hengja það upp, það er eiginlega eins og að mála skrattann á vegginn.
Það er margt gott við jólaundirbúninginn á Íslandi. Reykjavík fær stórbæjarbrag allan desember. Verslanir eru opnar fram á kvöld og það sést fólk í bænum, fjölskyldufólk að versla. Svo fer allt í leiðindafarið strax að loknum jólum. Verslanir vilja helst ekki opna milli jóla og nýárs og fáir láta sjá sig í bænum í janúar.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.