30.11.2007 | 01:35
Kitschmas - gjafir sem minna á andlegu hlið jólanna
Skyldi það vera rétt sem mörgum finnst, að hinn sanni andi jólanna hverfi í kaupæði og almennu brjálæði? Hvers vegna ætli þetta sama fólk fari þá svona gjörsamlega úr sambandi fyrir jólin?
Ég kann ekki svar við þessu en kom auga á Kitschmas-síðuna sem tekur saman gjafir sem minna á hinn sanna anda jólanna. Þær gera þó ekki betur en bara að minna á hann. Hver vill ekki eignast minnislykil í mynd Maríu, nálapúðann heilagan Sebastian eða Jesús á mótorhjóli?
Maður þarf eiginlega að segja Jesús á mótorhjóli á ensku til að skilja gildi síðasttöldu gjafarinnar. Heilagur Sebastian var særður með örvum eins og þekkt er af arfsögninni.
Vatíkans-borðspilið, þar sem sex kardínálar keppa um páfatign, hlýtur að kóróna þessar gjafir. Það eru síðan níu aðrar gjafir á síðunni fyrir þau sem vilja forvitnast um jólagjafir trúrækinna.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Menning og listir, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 01:59 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.