28.11.2007 | 00:03
Best að búa á Íslandi, en hvar á landinu?
Nú er ég forvitinn. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er Ísland hæst á lista yfir lífsgæði þetta árið. En hvar á landinu skyldu lífsgæðin vera mest?
Það kann að velta á því hvort spurt er eftir mælikvörðum SÞ (ævilíkur, menntunarstig og framleiðsla á haus) sem leiðir okkur líklega á Nesið eða í Garðabæinn, eða hvort við leyfum okkur að leggja áherslu á aðra þætti.
Er betra að hafa greiðan aðgang að Kaffitári eða geta gengið um Grábrókarhraun? Ég veit ekki betur en að hver sveit sem ég hef komið í á Íslandi sé sú fegursta á landinu að mati heimamanna, og ég hef komið í þær flestar.
Skiptir það máli að hafa barnaskara í kringum sig? Margir staðir á landinu virðast miklir sælustaðir, en svo tekur maður eftir að það vantar unga fólkið, og þar með börnin.
Svo er rétt að taka fram að ég hef búið bæði á Nesinu og í Norðurárdalnum, í Hlíðunum, á Höfn og í Hornbjargsvita, Kvosinni og Kópavogi og þess utan unnið um allt land.
Ég ætla að sjá hvað fólki finnst með því að gera könnun á málinu, sjá efst til hægri á síðunni.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:49 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég myndi segja í Kvosinni.
Elías Halldór Ágústsson, 28.11.2007 kl. 00:22
Er Kvosin ekki svolítið ofmetin? Ég bjó um tveggja ára skeið við Kirkjutorg, í 150 ára gömlu húsi bak við Dómkirkjuna. Af einhverjum ástæðum hélt úthverfaliðið að miðbærinn væri ælu- og mígildispollur fyrir þau að nota um helgar. Húsið var eins og gatasigti. Þegar maður opnaði skáp í eldhúsinu streymdi vindurinn þar í gegn. Það er búið að gera það upp núna og orðið allt annað.
En það er stutt á alla staði og þetta er eina þorpið á Íslandi þar sem hlutir gerast stöðugt. Svo er stutt að koma sér út úr borgardyninum, svona 20 mínútna akstur eða svipað með báti, klukkutími með strætó eða tveir á hjólinu.
Sveinn Ólafsson, 29.11.2007 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.