22.11.2007 | 00:04
2 milljarða afgangur hjá Reykjavíkurborg
Um nokkuð skeið hefur ríkissjóður skilað afgangi. Sem betur fer hefur þessu fé verið varið til að greiða upp skuldir. Það kemur framtíðarþegnum vel og lækkar vaxtagjöld hjá þegnum samtíðarinnar.
Skugga hefur borið á þar sem sveitarfélög hafa safnað skuldum á sama tíma. Það þýðir að fólk hefur verið jafnsett um skuldirnar, þó mismunandi eftir sveitarfélögum.
Nú eru stærstu (fjölmennustu) sveitarfélögin að skila afgangi. Reykjavíkurborg hyggst skila 2 milljörðum á næsta ári. Það er mikilvægt að þau greiði líka niður skuldir fremur en að nota tækifærið til að lækka verð á heitu vatni, svo dæmi sé tekið.
Skyldu þeir hrósa Degi núna sem hafa mótmælt skuldasöfnun sveitarfélaga undanfarin ár? Það er bara að bíða og sjá.
Við fyrstu sýn er helst að sjá að eignasvið borgarinnar eigi að skila öllum hagnaðinum, þannig að það fellur á framkvæmdastjóra þar að standa undir áætluninni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.