21.11.2007 | 01:30
Hvernig á ekki að einkavæða
Fyrir 2 árum var Síminn seldur á 66,7 milljarða. Það kom vel út fyrir ríkissjóð sem var með afbragðs afkomu það árið.
Af því að þetta var opinbert fyrirtæki, það er að segja í eigu almennings, var ákveðið að láta andvirðið renna til þjóðþrifamála. Um þetta voru sett lög nr. 133/2005.
Til að þjóðin missti ekki alveg af fyrirtækinu var líka ákveðið að setja 30% hlutafjár þess á almennan markað. Þetta mátti gera hvenær sem er á tímabilinu til ársloka 2007.
Í frétt forsætisráðuneytis var meðal annars sagt frá að 15 milljörðum króna yrði varið á árunum 2007 - 2010 til framkvæmda í vegamálum, m.a. til byggingar Sundabrautar, fyrst yfir í Grafarvog og síðan, með tilstilli einkaframkvæmdar, um Álfsnes upp á Kjalarnes.
- Fé til uppbyggingar Sundabrautar bíður. Fólk hefur heyrt nógu margar skýringar á því hvers vegna hún er ekki komin en það er ljóst að það verður ekki fyrir árslok 2010. Sökinni má varpa víða og hefur verið reynt að gera það. Niðurstaðan er sú sama fyrir íbúa Grafarvogs, Mosfellsbæjar og þá sem fara vestur og norður á land.
- 30% hlutafjár Símans hf. verður ekki skráð á almennan hlutabréfamarkað fyrir árslok 2007.
Talsmenn einkavæðingar ættu að athuga að fólk verður að læra að treysta því að rétt sé með hana farið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:39 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.