24.11.2007 | 00:06
Hversu lengi Ríkisútvarp?
Hversu lengi mun ríkið reka útvarps- og sjónvarpsstöðvar?
Allir vita að öryggishlutverki þeirra má hæglega gegna með því að almannavarnir geti komið inn í dagskrá þeirra stöðva sem eru með útvarpsleyfi, þegar það á við.
Það er ekki hægt að halda því fram að það sé stöðug neyð á Íslandi sem krefjist sérstakra ríkisstöðva árið um hring.
Áskriftin hefur verið bundin við þá sem eru með viðtæki, líkt og í Bretlandi og víðar, og hefur mörgum þótt það blóðugt. Þetta mun færast á nýtt stig þegar fastur nefskattur leggst á í janúar 2009. Af öllum sköttum er nefskattur yfirleitt óvinsælastur. Menntamálaráðherra hefur dregið aðeins úr óvinsældum skattsins með því að gera aldraða og lágtekjufólk (raunverulegt lágtekjufólk, athugið) undanþegið honum.
Eigi að síður má búast við að umræða um sérstakar ríkisstöðvar færist á nýtt stig fyrir næstu kosningar.
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.