23.11.2007 | 12:34
Verkfall handritshöfunda í Hollywood
Mér reiknast til að verkfall handritshöfunda í Kaliforníu fari að hafa áhrif á Íslandi eftir um eitt ár. Við fáum þætti um hálfu til einu ári síðar en þeir eru sýndir í Bandaríkjunum.
Það er svipað og teiknimyndasögurnar í blöðunum. Þær eru í jólaskapi hér í maí, halda upp á Halloween hér um páska og eru um þessar mundir í Valentínusarskapi.
Einu sinni var þetta svipað með bíómyndir. Áhorfendur vildu sjá þær fyrr og bíóeigendur, þá aðallega Árni Samúelsson í SAM-bíóunum og síðar Jón Ólafsson, sömdu um að fá þær fyrr hingað.
Þetta var einfaldlega það sem kauprík þjóð bað um og þá fékk hún það. Þess vegna held ég að það fari eins með sjónvarpsþættina.
Fréttir af því að fyrsta myndin sem muni líða fyrir verkfallið sé undanfari (prequel) Da Vinci Code vekur engan grát.
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:35 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.