20.11.2007 | 00:16
Framtíð borgarstjórnar
Þegar vinstri meirihluti var myndaður í borginni 11. október taldi ég margt gott geta gerst ef fólk þar myndi greina vel á milli sín og fyrri meirihluta. Ég veit að félagshyggjufólk taldi að þarna gæfist færi að efla þá þætti sem þau hafa barist fyrir.
Nú er það þannig að yfir 90% verka í sveitarstjórnum eru lítið umdeilanleg. Skóla verður að reka, götur og fráveitukerfi verða að vera í lagi og þar fram eftir götunum. Þetta hafa ekki verið ásteytingasteinarnir í borginni og pólitísk átök hafa farið fram á öðrum vettvangi, eins og þekkt er.
Þó hefði nýr meirihluti getað snúið við blaðinu í kjaramálum leikskólakennara og markað föst spor í miklu fleiri málum til að sýna fyrir hvað félagshyggjan stendur. Því miður virðist niðurstaðan vera sú þar eins og í öðrum málum að munurinn á starfi meirihlutanna er ekki nægur til að fólk greini hann.
Því miður virðist á of mörgum stöðum niðurstaðan vera sú sama, hver sem meirihlutinn er. Það eina sem nýr meirihluti hefur á borð að bera er að nú séu hlutirnir öðruvísi vegna þess að nýtt fólk taki ákvarðanirnar. Borgarstjóri hefur talað um að sú pólitík sem hann iðki sé pólitík hins daglega lífs. Það má rétt vera, en dugir ekki til að vinna næstu kosningar.
Það er mikil hætta á að vinstrimeirihluti með fjóra oddvita muni leysa öll mál með samkomulagi sín í milli, sem er orðið svo mikið samkomulag að það sé ekkert annað en það sem allir geta hvort eð er orðið sammála um. Þetta er pólitík sem margir hafa reynt en ekki uppskorið mikið fyrir. Pólitík er spurning um traust, en líka um að eitthvað skar verði af tekið og eitthvað framkvæmt sem aðrir myndu ekki gera.
Það sem Sjálfstæðismenn þurfa að gera er að útkljá forystumál sín sem fyrst til að safna vopnum fyrir kosningar, sem eru eftir rúm 2 ár. Ef vinstrimeirihluti vinnur ekki úr málum OR þannig að borgarbúum þyki þeir standa réttari en hjá Vilhjálmi, mun sá meirihluti fá sama dóm og Vilhjálmur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:58 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.