19.11.2007 | 22:30
Öryggi þegnanna tryggt
Sú lögregla sem leggur til að erlendum ríkisborgara sem hefur mótmælt virkjanaframkvæmdum með því að klifra upp í krana og rífa kjaft verði neitað um landvistarleyfi, þeirri lögreglu er umhugað um öryggi borgaranna.
Ef svona mótmælandi er hættuleg örygginu, hvað þá með þá sem sannanlega hafa gerst sekir að því að ógna lífi samborgaranna? Hvað með alla þá sem keyra uppdópaðir, keyra fullir, keyra kæruleysislega. Hvað með dópsala landsins? Hvað með þá sem hafa ógnað samborgurunum á götunni á sannanlegan hátt? Verður ekki að taka þetta fólk úr umferð?
Það er einu sinni efsta skylda yfirvaldanna að vernda öryggi borgaranna, þó að margir kjósi að hæðast að þeim sem þurfa að framkvæma þetta. Þeir dauðu og þeir örkumluðu hafa engan rétt.
Þeir flokkar sem tala fjálglega um að vernda íslenskt kvenfólk gegn ofbeldi erlendra borgara hljóta að leggja að minnsta kosti sömu áherslur á að konur geti gengið um bæinn og skemmt sér óhræddar fyrir sama ofbeldi Íslendinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekkert að sjá hér, borgarar, haldið áfram. Það er heldur ekkert að sjá á http://www.eggin.is/index.php?option=com_content&task=view&id=626&Itemid=47
Þetta land verður ekki frjálst fyrr en það er kominn taser í hönd sérhvers öryggisvarðar! Aldrei framar munu þrautþjáðir laganna verðir þurfa að "biðja fólk kurteislega" að leyfa sér að leggja þvagleggi þar sem þeir hafa rétt til!
Vörður (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.