11.11.2007 | 18:08
Juan Carlos hefur áður varið lýðræðið
Juan Carlos er enginn venjulegur konungur. Hann þekkir einræðisherra af báðum vængjum stjórnmálanna.
Þegar Fransisco Franco sá fyrir endann á lífdögum sínum ætlaði hann fyrst að skipa eftirmann sinn úr hópi fasistastjórnarinnar. Ég nota orðið fasisti hér vegna þess að þeir hétu það, fylgismenn Francos.
Carrero Blanco kom helst til greina þangað til baskneskir hryðjuverkamenn sprengdu hann í frumeindir sínar. Þeir komu fyrir sprengju sem sprakk í ræsisbrunni þegar bifreið Blancos keyrði yfir, þannig að brynvarin bifreiðin lyftist yfir kirkju og kom niður í næstu götu.
Franco taldi þá að íhaldssömum gildum sínum yrði best borgið með því að endurreisa konungsveldi á Spáni og láta Juan Carlos taka við stjórnartaumunum.
Juan Carlos beið ekki lengi eftir að Franco væri allur og lét efna til lýðræðislegra kosninga við lítinn fögnuð fasista, sem komu ekki vel úr þeim kosningum. Hann þrýsti á að starfsemi kommúnista yrði leyfð og það jók enn á óánægju fasistanna. Upp úr sauð 23. febrúar 1981 þegar nokkrir liðsmenn Guardia Civil undir forystu Antonio Tejero reyndu valdarán og héldu þinginu í vopnaðri gíslingu. Þeir virðast hafa treyst á að konungur veitti þeim þegjandi samþykki, sem ekki gerðist. Juan Carlos kom fram í sjónvarpi og fordæmdi valdaránið.
Ári síðar komust sósíalistar til valda á Spáni. Konungur hafði markvisst dregið úr hlutverki sínu til að greiða lýðræðinu leið og hefur núna svipaða stöðu og aðrir konungbornir þjóðhöfðingjar í Evrópu.
Hér verður því ekki haldið fram að Juan Carlos hafi nokkru sinni sett sig persónulega í hættu á þessari vegleið sinni. Hins vegar hefur hann persónulega átt meiri þátt í að Spánn er lýðræðislegt land í dag, heldur en nokkur annar.
Spánarkonungur sagði Chaves að þegja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:14 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Juan Carlos á hrós skilið,því hann hefur svo sannarlega sannað sig.Hann var hálfgert alinn upp af Franco til að taka við af honum,Juan faðir hans átti tilkall til krúnunnar,en afsalið sér tilkallinu þar sem hann kom ekki til greina í augum Francos.
María Anna P Kristjánsdóttir, 11.11.2007 kl. 18:32
Ég gleymdi að nefna að ég man vel eftir atvikinu 23.febrúar,en þá b´jó ég í Granda á Spáni.Juan Carlos stóð sig vel.
María Anna P Kristjánsdóttir, 11.11.2007 kl. 18:34
Ég gleymdi að nefna að ég man vel eftir atvikinu 23.febrúar,en þá bjó ég í Granada á Spáni.Juan Carlos stóð sig vel.
María Anna P Kristjánsdóttir, 11.11.2007 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.