5.11.2007 | 00:02
12 ár eru langur tími í pólitík
Er öllum ljóst hversu mikið hefur breyst á 12 árum?
Tveir ráðherrar Samfylikingar höfðu reynslu af ráðherrastörfum þegar þau hófu störf í vor. Jóhanna og Össur hafa fetað ólíka leið.
Jóhanna tók við sama ráðuneyti og hún kvaddi 12 árum fyrr. Hún hefur verið látlaus í yfirlýsingum en látið þess meira að sér kveða í löggjöf.
Það hljóta að hafa verið viðbrigði fyrir hana að koma aftur í ráðuneyti að 12 árum liðnum. Þá er ekki átt við að ráðuneytið hafi breyst, heldur hitt að samfélagið hefur breyst.
Össur hefur reynst yfirlýsingaglaður og virðist ætla að taka sér svipað hlutverk og John Prescott hefur gegnt hjá Verkamannaflokknum í Bretlandi. Prescott var gerður að staðgengli forsætisráðherra til að sýna eldri flokksmönnum og því fólki sem kemur úr verkalýðshreyfingu að þar væri enn einhver fulltrúi þeirra.
Yfirlýsingar um að óviðunandi sé að stjórnvöld geti ekki stjórnað þróun stóriðjuframkvæmda koma líklega frá hjarta Össurar en spurning er um tvennt: Munu svona yfirlýsingar vinna Samfylkingunni fylgi og munu þær hafa áhrif á samstarf stjórnarflokkanna? Svarið við þeim hvílir á svarinu við annarri spurningu: Er Össuri ljóst hversu mikið hefur breyst síðan 1995?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.