Leita í fréttum mbl.is

Litið um farinn bloggveg og fram á veg

Eins og ég segi frá í kynningu á mér sem bloggara, hafði ég aldrei ætlað að blogga. Ég sendi grein í Mogga (þetta rímar) til birtingar í blaðinu í maí, um hvalveiðar.

Blaðið áskildi sér rétt að birta greinar í blaðinu eða sem netgrein. Ég hugsaði lítið meira um það, en svo birtist greinin, sem netgrein.  Þá hefur Moggi þann hátt á að netgreinar birtast á bloggi. Þar sem ég var ekki með blogg, þá stofnaði Moggi það fyrir mig. Takk fyrir!

Þá fékk ég fljótlega einn bloggvin og hugsaði lítið meira um dæmið allt sumarið, enda hafði ég ekki hugsað mér að blogga. Þetta er hinn mesti tímaþjófur og það vissi ég.

Svo bættist við annar bloggvinur í september, tvöföldun í vinahóp. Þá ákvað ég að ég skyldi blogga eitthvað fram eftir hausti. Ég hef eitthvað fjallað um líðandi stund, skrifað um tvær bækur sem eru að koma út, en þó mest um stjórnmál og þá sérstaklega umhverfismál. Ég hef ekki hugsað mér að breyta því mikið þó lesendahópurinn sé ekki stór.

Svo er bara að blogga áfram, enda margt ósagt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband