4.11.2007 | 00:13
Litið um farinn bloggveg og fram á veg
Eins og ég segi frá í kynningu á mér sem bloggara, hafði ég aldrei ætlað að blogga. Ég sendi grein í Mogga (þetta rímar) til birtingar í blaðinu í maí, um hvalveiðar.
Blaðið áskildi sér rétt að birta greinar í blaðinu eða sem netgrein. Ég hugsaði lítið meira um það, en svo birtist greinin, sem netgrein. Þá hefur Moggi þann hátt á að netgreinar birtast á bloggi. Þar sem ég var ekki með blogg, þá stofnaði Moggi það fyrir mig. Takk fyrir!
Þá fékk ég fljótlega einn bloggvin og hugsaði lítið meira um dæmið allt sumarið, enda hafði ég ekki hugsað mér að blogga. Þetta er hinn mesti tímaþjófur og það vissi ég.
Svo bættist við annar bloggvinur í september, tvöföldun í vinahóp. Þá ákvað ég að ég skyldi blogga eitthvað fram eftir hausti. Ég hef eitthvað fjallað um líðandi stund, skrifað um tvær bækur sem eru að koma út, en þó mest um stjórnmál og þá sérstaklega umhverfismál. Ég hef ekki hugsað mér að breyta því mikið þó lesendahópurinn sé ekki stór.
Svo er bara að blogga áfram, enda margt ósagt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:16 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.