3.11.2007 | 16:00
Hægri umhverfisverndarfólk sem bara nær þessu ekki
David Cameron, formaður breska Íhaldsflokksins, hefur reynt að snúa ímynd flokksins og sýna að hann sjálfur væri umhverfisverndarsinnaður. Hann hefur sett upp vindmyllu á húsið sitt, hjólar um London og fer í upplýsingaleit um heiminn.
Það er ekki víst að fólk í Bretlandi kunni að meta þetta. Venjulegir kjósendur Íhaldsflokksins eru síður en svo hrifnir af formanni á reiðhjóli. Kjósendur úr öðrum flokkum benda á að ritari fylgi Cameron eftir á bíl á öllum hans hjólaferðum, með pappíra og lífverði.
Upplýsingaleit Camerons hefur ekki slegið alveg í gegn meðal umhverfisverndarsinna. Hann þarf náttúrulega að komast á milli staða eins og Bretlands og Grænlands á þotu. Cameron fer ferða sinna á einkaþotu í eigu Lord Ashcroft til Grænlands, Súdan og annarra landa. William Hague hefur farið til Brasilíu, Falklandseyja og Íslands auk annarra staða með þessari sömu þotu, samanber grein Guardian.
Samtals hefur skuggaráðuneyti Camerons flogið 184.000 mílur með þotum Ashcroft og losað 1.289 tonn af koltvíildi, en til samanburðar losar flug í fullri farþegaþotu milli London og Kaupmannahafnar 0,1 tonn af koltvíildi, báðar leiðir.
Cameron fór til Grænlands til að segja að heimur færi hlýnandi. Fréttir af heimsókn hans voru skreyttar myndum af ísbjörnum að klifra upp á ísjaka á auðu hafi og gefið í skyn að ísinn væri allur að bráðna, þannig að ísbirnirnir væru að drukkna. Fyrir utan þá staðreynd að það eru enn eftir 6 milljónir ferkílómetra íss á Norðurpól þegar verst lætur, og 14 milljónir ferkílómetra þegar best lætur (sjá grein Veðurstofunnar) og að ísinn á Grænlandsjökli hefur ekki minnkað að flatarmáli svo nemi 1%, og að það eru fleiri ísbirnir á norðurslóðum en áður voru, þá stendur eftir spurningin:
Þurfti að fljúga með einkaþotu til Grænlands til að ræða málin?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.