Leita í fréttum mbl.is

Röskuð eða óröskuð náttúra

Til er fólk sem talar um óraskaða náttúru á Íslandi og telur það umhverfisverndarstefnu að raska núverandi náttúru sem minnst. Það er þó greinilegt á öllum heimildum, bæði rituðum og náttúrulegum, að íslensk mannskepna hefur breytt ásýnd landsins svo um munar frá landnámi. Fyrirrennarar okkar náðu að breyta öllu landinu nema jöklunum. Það var ekki fyrr en með 20. öldinni sem mannskepnan náði að hafa áhrif á viðgang þeirra.

Nýlegar rannsóknir á minjum um skóga benda til að breytingin hafi verið mest fyrstu þrjár aldir búsetu en þær átta sem fylgdu voru hreint ekki áhrifalausar heldur.

Það er þess vegna ekki spurningin um hvort fólk vilji breyta landinu, heldur hvernig. Hugmyndir um að við getum bætt fyrir það sem gert hefur verið krefjast þess að fólk viti vel hvert ástandið var.

Hvað sem gert verður krefst þess að fólk viti vel hvaða afleiðingar það hafi að koma hlutum í það horf sem vilji stendur til. Það er rétt að hafa í huga þegar rætt er um óraskaða náttúru að þar fer oft minni þekking en efni standa til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband