29.10.2007 | 00:08
Umhverfið er skepna
Umhverfisvernd á Íslandi árið 2007 sýnir ekki beinlínis mikla tilfinningu fyrir náttúru. Þess í stað er rifist um hvaða iðnaður teljist góður og hver slæmur. Mörgum þykir furðulegt þegar umræða um umhverfisvernd snýst svo mikið um verndun á sjötugu iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ sem raskaði öllu sínu umhverfi á sínum tíma og litaði Varmá í öllum klæðalitum.
Þetta er engin fjarstæða. Margir hugsa fyrst og fremst um umhverfi sem náttúru. Umhverfi er öllu víðtækara eins og sést þegar lesendur þessara orða segja við sjálfa sig nánasta umhverfi og líta svo í huganum yfir hvað það er. Það er ljóst að orðið náttúra ræður engan veginn við það, heldur hugsar fólk um alls kyns manngerða hluti og stofnanir, vinnustað, skóla, verslanir, þá staði sem það ver frístundum og svo kannski náttúru.
Nýleg skilgreining hljóðar þess vegna svona: Umhverfi: Samheiti fyrir samfélag, heilbrigði manna, dýr, plöntur, líffræðilega fjölbreytni, jarðveg, jarðmyndanir, vatn, loft, veðurfar, eignir, menningararfleifð, þ.m.t. byggingarsögulegar og fornleifafræðilegar minjar, og landslag og samspil þessara þátta. (Lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, 2. grein.) Það er ljóst að skilgreiningin er víðtæk. Margir munu vilja skilgreina umhverfi þrengra en þetta skýrir hvernig á því stendur að fjöldi fólks sér það sem helstu umhverfisvernd að halda hlífiskildi yfir gömlu iðnaðarhverfi.
Verndun Álafosshverfis er ekkert eindæmi. Um allt land er fólk sem dregur taum eldri iðnaðar á kostnað þess sem á að koma. Þannig heyrist lítið talað um mengun og umhverfisvá af fiskimjölsverksmiðjum, járnblendiverksmiðju og sementsverksmiðju, en álver teljast ill. Hér verður ekki dregið í efa að álver mengi. Það virðist skipta meira máli hver á og rekur iðjuverin en ekki hversu mikið þau mengi. Einnig skiptir máli hvort iðnaðurinn hafi haslað sér völl fyrir meira en mannsaldri, þannig að núlifandi fólk þekki ekki annað en að þessi mengun hafi verið til staðar.
Meginflokkur: Umhverfi | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.