27.10.2007 | 21:05
Án bíls?
Hjólreiðafólki lærist fljótt að á það er litið sem skemmtilega og skrýtna sérvitringa sem eigi þó hvorki að vera á gangstéttum né götum, heldur einhvers staðar þar á milli eða annars staðar. Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa búið til stíga fyrir reiðhjól sem þræða lengstu leiðir í borgarlandinu. Hjólafólk á að deila þeim með gangandi og hlaupandi fólki. Það rennur upp fyrir þeim sem nota þessa stíga að þeir voru hugsaðir fyrir frístundahreyfingu en ekki sem samgönguleiðir. Þeir sem vilja nota hjólið til daglegra nota þurfa enn að deila gangstéttum og götum með vegfarendum þar. Það verður þó að taka fram að Reykjavík er framarlega í lagningu hjólreiðastíga, og að þetta verkefni er einnig á höndum samgönguyfirvalda í landinu.
Spurning Magnúsar Bergssonar á landsfundi VG fyrr á þessu ári um það hvernig fólk hefði komið á þann fund var ekki að ástæðulausu eins og svör fundargesta sýndu. Enginn notaði almenningssamgöngur, enginn kom gangandi á fundinn og enginn kom hjólandi nema Magnús og einn fundargestur sem gaf sig fram síðar. Skýringuna er meðal ananrs að finna meðal íslensks útivistarfólks sem nota sérstaklega stækkaða og breytta jeppa. Eigendur þannig jeppa segjast oft þurfa að eiga þá til að komast á fjöll þegar svo ber undir. Þegar nánar er að gáð eru eigendurnir í bæjum og borg meira en 330 daga á ári og nota þessi hálfvöxnu tröll til að komast þar á milli staða. Svokölluðum borgarjeppum (SUV, sports utility vehicles) fer nú fjölgandi og mun halda áfram meðan landsmenn hafa efni á þeim eða telja sig hafa efni á þeim. Fundargestir VG fara ekki endilega þar fremst í flokki en eru greinilega að minnsta kosti alveg jafn miklir einkabílanotendur og fólk í öðrum flokkum.
Umhverfisstefnan er meiri í orði en á borði.
Meginflokkur: Umhverfi | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tók leigubíl því ég var enn með inflúensu, minnir meira að segja að ég hafi ekki enn verið hitalaus.
Elías Halldór Ágústsson, 28.10.2007 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.