22.10.2007 | 21:28
Að njóta ekki þjónustu sérsveitarinnar
Oft lætur fólk vita að því sárni að greiða fyrir alls kyns þjónustu hins opinbera með sköttum, en njóta hennar ekki. Þannig njóta þeir trúlausu ekki þjónustu kirkjunnar, antisportistar njóta ekki þess sem látið er renna til íþróttahreyfingarinnar og hestlausir fá varla notið reiðleiða.
Maður heyrir samt ekki kvartað undan öllum svona útlátum. Til dæmis hafa þeir sem eiga fyrir eigin útför varla gert athugasemdir við hvernig þeir eru greftraðir sem ekkert eiga. Það gæti haft með þá staðreynd að gera að þetta fólk er ekki lengur á lífi, en hver veit?
Mér finnst þó langt til seilst að kvarta undan því að hafa ekki sérsveit lögreglunnar í nágrenninu, eins og það sé einhver þjónusta sem maður óski sérstaklega eftir. Með fullri virðingu fyrir störfum þeirra þá þakka ég ekki þeim dögum sem þeir þurfa að sinna sérsveitarstörfum. Sem betur fer eru þeir við fremur friðsamleg, venjuleg lögreglustörf flesta daga ársins.
Víkingasveitin verði skipuð 52 lögreglumönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bætti ekki Derek Jarman um betur og flutti í nágrenni við kjarnorkuverið í Dungeness? Hann var reyndar kominn með AIDS þá.
Sveinn Ólafsson, 23.10.2007 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.