9.10.2007 | 00:14
Smáar þjóðir geta líka skipt máli
Margir láta svo um mælt að Íslendingar eigi ekki að beita sér á alþjóðavettvangi af því við séum svo smá. Það er rétt að við erum örþjóð, meira lík klani eða stórfjölskyldu heldur en þjóð. Ef við hins vegar tökum þennan pól í hæðina, þá sannar sú staðhæfing sig sjálf.
Smáar þjóðir geta skipt máli. Stærsta stríð 20. aldarinnar hófst 22. júní 1941 og breytti gangi heimssögunnar. Innrás Þjóðverja og bandamanna þeirra í Sovétríkin stafaði af oftrú Hitlers á mátt þýskra herja og vanmætti Rauða hersins. Þessi oftrú stafaði aftur af hrakförum sovéskra herdeilda í Finnlandi. Óbeint urðu Finnar til að magna þá trú Hitlers að hann gæti sigrað Sovétríkin fyrir árslok 1941. Annað kom á daginn.
Smáar þjóðir geta líka skipt máli í friðsamlegu starfi, ef þannig er til í heiminum. Starf Norðmanna hefur gert þessa 5 milljón manna þjóð þekkta fyrir ýmislegt sem Íslendingar vildu gjarnan geta líka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.