Leita í fréttum mbl.is

Smáar þjóðir geta líka skipt máli

Margir láta svo um mælt að Íslendingar eigi ekki að beita sér á alþjóðavettvangi af því við séum svo smá. Það er rétt að við erum örþjóð, meira lík klani eða stórfjölskyldu heldur en þjóð. Ef við hins vegar tökum þennan pól í hæðina, þá sannar sú staðhæfing sig sjálf.

Smáar þjóðir geta skipt máli. Stærsta stríð 20. aldarinnar hófst 22. júní 1941 og breytti gangi heimssögunnar. Innrás Þjóðverja og bandamanna þeirra í Sovétríkin stafaði af oftrú Hitlers á mátt þýskra herja og vanmætti Rauða hersins. Þessi oftrú stafaði aftur af hrakförum sovéskra herdeilda í Finnlandi. Óbeint urðu Finnar til að magna þá trú Hitlers að hann gæti sigrað Sovétríkin fyrir árslok 1941. Annað kom á daginn.

Smáar þjóðir geta líka skipt máli í friðsamlegu starfi, ef þannig er til í heiminum. Starf Norðmanna hefur gert þessa 5 milljón manna þjóð þekkta fyrir ýmislegt sem Íslendingar vildu gjarnan geta líka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband