8.10.2007 | 22:31
Íslensk þjónusta á toppverði, börn að vinna
Á Íslandi greiðir fólk ekki bara hátt verð fyrir allar vörur, heldur einnig fyrir þjónustu. Sjálfur hef ég lítið á móti að greiða hátt verð fyrir fyrsta flokks þjónustu.
Í alltof mörgum verslunum færðu að greiða fyrsta flokks verð en fá fjórða flokks þjónustu. Eitthvað hlýtur þetta að segja í rekstri verslana. Það á að vera ánægjuleg upplifun fyrir fólk að fara að versla. Þegar fólk finnur ekki þessa upplifun fer það annað, sé verðið svipað. Til að finna ánægjulega upplifun fara Íslendingar út í lönd.
Undanfarið hefur verið rætt um það að aðrir en Íslendingar afgreiði í verslunum og bakaríum. Um leið og ég skil að þetta getur verið erfitt fyrir þá sem aðeins tala íslensku, þá verð ég feginn þegar ég sé þetta fólk. Það er fullorðið og kurteist, veitir iðulega langtum betri þjónustu en Íslendingar, og er himnaríki miðað við að fá barn til að afgreiða sig.
Ef verslunin gæti kennt fleirum en bara verslunarstjórum að umgangast viðskiptavini, gæti þetta breyst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.