7.10.2007 | 00:06
Íslensk bókamessa eða aðrir bókaviðburðir
Kristján B. Jónasson svarar grein minni úr Lesbók Morgunblaðsins á laugardag 5. október. Hann gefur ekki færi á andsvörum á sínu bloggi, sem er mér að meinalausu, þannig að ég tek upp þráðinn hér.
Hann bendir á að það sé ansi bratt að tala um bókamessur í Frankfurt og Gautaborg, enda séu þær stórfyrirtæki, þegar stungið er upp á íslenskri bókamessu. Hann telur að bókamarkaður á útmánuðum sé góður vettvangur sem megi útfæra til að kynna betur bækur og annað sem gefið er út á íslenskum markaði.
Það er athyglivert sem hann bendir á, að um leið og útgefnum bókum fækkar samkvæmt Íslenskri útgáfuskrá fjölgar þeim í Bókatíðindum. Það er greinilegt að vegur Bókatíðinda fer vaxandi og þau eru talin vettvangur til að koma þessu efni á framfæri fyrir jólin.
Það sem hann tekur ekki á er það sem greinin fjallar fyrst og fremst um. Það er sú staðreynd að stórir kaupendur fá ekki kynningu á bókum fyrir jólin, sem enn er aðalútgáfutíminn. Kynningar hafa verið fyrir fólk í útgáfubransanum. Með fullri virðingu fyrir því fólki er starfsfólk annarra útgáfa ekki stórir kaupendur að bókum.
Þar með vantar slíkan vettvang, að undanskildum Bókatíðindum. Útgefendur höfðu af einhverjum ástæðum gleymt þeim mikilvæga hópi sem er starfsfólk bókasafna þar til ég fór að ræða þessi mál við Kristján fyrir tveimur árum. Hann brást vel við.
Það kom í ljós að bókaverðir höfðu ýmislegt fram að færa þegar bókasafnafólki var boðið á ráðstefnu bókaútgefenda fyrr á þessu ári. Þá kynnti Ingibjörg Sverrisdóttir, sem nú er landsbókavörður, mörg þeirra verkefna sem ganga út á að skanna inn og gera leitarhæf tímarit og bækur gefnar út á Íslandi, sem nú má helst sjá á timarit.is. Ég heyrði að það kom fólki í útgáfum mikið á óvart hversu stór þessi verkefni eru.
Nú bendi ég á að hversu mikilvægur kaupendahópur bókasöfnin í landinu eru fyrir íslenska bókaútgáfu, og hef reyndar aðeins nokkrar stikkprufur úr Gegni að styðjast við. Síðan er ég ekki að biðja um neinn vettvang, aðeins að spá því að sá eða sú sem vilji ná forskoti á þessum markaði hljóti að fara að sinna þessum hópi og öðrum betur fyrir jólin. Hvort sá vettvangur muni vera kallaður bókamessa eða ekki er ekki aðalatriði í mínum huga.
Annars finnst mér ekkert nema metnaðarleysi að hafa ekki bókamessu á Íslandi. Eitt er að kalla sig bókaþjóðina og annað að standa undir því, greinilega. Er þetta kannski tveggja eða þriggja bóka þjóð?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:07 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.