6.10.2007 | 00:45
Deildi lögum með öðrum og þarf að greiða 13,8 milljónir
Jammie Thomas hefur verið dæmd til að greiða 222.000 dollara, eða sem samsvarar 13,8 milljónum króna fyrir að deila 24 lögum með öðrum með skráadeiliforriti (P2P).
Tónlistarútgefendur höfðuðu mál á hendur henni í Minnesota eftir að hún hafði neitað sakargiftum og ákveðið að verja mál sitt fyrir dómstólum. International Federation of the Phonographic Industries höfðar þetta mál og hefur kært 26.000 aðra fyrir svipaðar sakir. Flestir kjósa að ná sátt með því að greiða skaðabætur upp á nokkur þúsund dollara.
IFPI sakaði Thomas um að hafa deilt yfir 1700 lögum á Kazaa undir notendanafninu tereastarr@KaZaA. Thomas sér núna fram á að um fjórðungur tekna hennar fari í að greiða þennan sektardóm það sem eftir lifir af ævi hennar. Sjá frétt BBC um málið.
Það má segja að einu lögin sem megi örugglega setja í deilimöppuna séu þau sem fólk hefur búið til sjálft eða veit fyrir víst að séu ekki í höfundarétti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.