4.10.2007 | 00:57
Kaupmaður á hverju horni - bókarýni
Ég er að renna inn í fyrstu jólabókina þetta árið. Ég tel Mælingu heimsins ekki með því ég las hana á ensku í sumar, sjá þó stutta rýni mína um hana.
Það er Kaupmaður á hverju horni - Þættir úr sögu verzlunar á Ísafirði frá 1944 til 1993 eftir Jón Pál Halldórsson.
Jón Páll gjörþekkir efnið og fjallar um það án of mikils alvörubrags en rannsakar þetta samt í kjölinn. Myndavalið er glæsilegt. Eins og gerist með bækur af þessu tagi er nafnakallið (name-dropping) líkt og kliður í bjargi. Það er samt auðvelt að fletta upp einstökum verslunartegundum eða skoða framlag einstaklinga til þessarar flóru.
Mér kann að hafa yfirsést það, en ég sá ekki minnst á Boggu sem ég keypti nokkrum sinnum soðninguna hjá. Ég laga það á þessu bloggi ef þetta er rangt hjá mér.
Ísafjörður var í lok stríðs smástórbær líkt og Seyðisfjörður og Akureyri. 3.000 manns bjuggu á Eyrinni á svæði sem samsvarar Kvosinni í Reykjavík að stærð. Samgöngur voru vikulegar skipaferðir til Reykjavíkur eða Akureyrar og stöku sinnum lenti flugvél á Pollinum. Ísfirskir reyndu að njóta flestra gæða heimsins og fjöldi sérverslana og þjónustu spratt upp. Fjöldi verslana jókst á tímabilinu, öfugt við það sem maður hefur heyrt haldið fram. Breyttar samgöngur skiptu miklu um verslunarhætti.
- Alger nauðsyn ef þú þekkir sögusviðið, annars góð handbók ef þú þarft að kynnast því. Gott hjá Jóni Páli.
Ofanritaður er ekki bókmenntafræðingur.
Myndin er af Hafnarstræti á Ísafirði, líklega tekin um 1930, hér af vef Ljósmyndasafns Ísafjarðar.RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.