3.10.2007 | 18:25
The Ice Warrior
Útdráttur á Guardian Knowledge vekur löngun mína til að sjá smásöguna sem um ræðir, The Ice Warrior eftir Robin Chambers frá 1976.
Sagan ku fjalla um úrslitaleik á HM í fótbolta, sem þá er látinn gerast í framtíðinni. Liðin sem leika til úrslita eru Ísland og Zaire (sem nú kallast aftur Kongó). Hinir illu Íslendingar læða ísbolta inn í leikinn í stað raunverulegs bolta, sem fer illa með bera fætur Zaír-mannsins Odiwule. Hann lætur lífið þegar fótur hans brotnar á boltanum (!) og hinir illu Íslendingar vinna leikinn. 10 árum síðar er þjálfari hinna illu Íslendinga orðinn forsætisráðherra. Þá kemur draugur Odiwule og gerir honum lífið leitt.
Þegar bókin kom út var fjórða þorskastríðinu nýlokið og Íslendingar voru ekki hátt skrifaðir í Bretaveldi. Douglas Jardine sem er líkt við hinn illa þjálfara Íslendinga var fyrirliði enska krikketliðsins sem gerði illa ferð til Ástralíu 1933 að reyna að sigra frækið lið Ástrala sem skartaði meðal annars Don Bradman. Englendingar slógu hraða bolta sem virtist vera miðað til að skaða mótherjana fremur en að spila.
---
The Ice Warrior, from The Ice Warrior and Other Stories (published 1976) by Robin Chambers, tells how Zaire's star player is killed in a bizarre freezer-related accident. The all-conquering, efficient Iceland (a case of taking symbolism too literally) meet bare-footed and mercurial Zaire in the World Cup final - and the evil Iceland manager plots the downfall of Zaire's star player, Odiwule, who can, apparently, bend the ball 90 degrees. When Zaire are awarded a free-kick, Iceland's equivalent of Douglas Jardine swaps the ball with a special refrigerated one he had been keeping under the team bench (how he did this without anyone else seeing in unclear).
When the Zairean maestro strikes the ball his foot and leg shatter (it's those modern boots, you know) and he is killed instantly. The chilly northern cheats win the final. Fast forward 10 years and a vengeful ghost of the victim returns to haunt the Iceland manager, who has, rather unusually, become the county's prime minister.
---
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkur: Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:39 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.