2.10.2007 | 22:50
Flokkar í sjálfseyðingu
Það er alltaf leitt að sjá fólk eyðileggja sjálft sig og það sem í kringum það er, hvort sem það er eitt og sér eða í félagi við aðra.
Nú hefur Framsóknarflokkurinn rifjað upp þá gömlu kenningu, að það sem gert er í landinu, sé betra ef það er ekki gert suður með sjó. Síðan þessi kenning var mótuð í Þingeyjarsýslum seint á 19. öld hefur landslýðurinn flutt suður með sjó.
Þegar Höskuldur Þórhallsson, nýr þingmaður Framsóknar, kynnir sig fyrir sama landslýð með því að mæla á móti framkvæmdum í Helguvík til að álver verði örugglega reist á Bakka, tekst honum að fæla frá alla þá sem höfðu hugsað sér að kjósa kannski flokkinn í nánustu framtíð. Keflvíkingar og nærsveitamenn hugsa flokknum líklega þegjandi þörfina, umhverfisverndarsinnar munu taka eftir ákafa þingmannsins að setja álverið á Bakka og fólk tekur eftir því að þingmaðurinn talar eins og stjórnvöld stjórni hraða framkvæmda hjá einkafyrirtækjum.
Skyldu Framsóknarmenn bíða til næstu kosninga áður en þeir muna að atkvæði fylgja fólki en ekki landi, og að fjórir af hverjum fimm Íslendingum búa suður með sjó? Eða hvað halda þeir að mörg þingsæti fylgi Hvanndölum? Það er ekki gott ef þeir láta það villa sér sýn að uppbótarþingmaður náðist inn í Norðausturkjördæmi. Fylgi þeirra dróst meira saman þar en í Norðvesturkjördæmi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.