30.9.2007 | 22:15
Íslenska miðjustjórnin
Andstæðingar New Labour hafa lengi sagt að það stæði einungis fyrir einhverja óljósa hugmynd um að færa Verkamannaflokkinn nær miðju.
Gordon Brown telur að New Labour sé að beita sér fyrir öflugum efnahag með leiðum frjáls markaðar, og fá þannig aukið skattfé til að veita til að bæta félagslega aðstoð og opinbera heilbrigðiskerfið.
Eitt það fyrsta sem hann gerði sumarið 1997 var að veita Englandsbanka sjálfstæði sem Íhaldsflokkurinn hafði aldrei viljað gera. Síðan voru efnahagsumbætur Thatchers látnar standa. Það var greinilega hægri armur Verkamannaflokksins sem réð, og náði miðjufylginu sem Íhaldsflokkurinn hafði haft frá 1979 til 1992.
Það er sú leið sem flest Evrópuríki hafa síðan fetað að meira eða minna leyti. Flest bendir til að stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar muni fara sömu slóð og New Labour hefur gert í 10 ár. Einn ráðherra hefur unnið með Verkamannaflokknum í kosningum á þessum tíma.
Nú er einnig ljóst að þrátt fyrir að Samfylking sé stærri samstarfsflokkur en Framsóknarflokkurinn mun Sjálfstæðisflokkur ekki breyta afstöðu í neinum grundvallarmálum. Allt tal um upptöku evru og þátttöku í Evrópusambandinu verður bara það, umtal.
Línur eru að skýrast með íslensku miðjustjórnina. Hún hefur stillt saman strengi og markað hvaða mál flokkarnir eru sammála um að vera ósammála um.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.10.2007 kl. 00:14 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.