28.9.2007 | 19:11
Kraftar sem munu þrýsta fasteignaverði upp á við
Greiningardeild Landsbanka hefur spáð viðsnúningi í verðþróun á fasteignamarkaði um mitt næsta ár. Ég hef leyft mér að efast að það gangi eftir eins og sjá má í færslu frá 19. september.
Ég benti á að deildin hefði spáð því í september 2006 að verð á fasteignamarkaði hætti að hækka. Það sem gerðist var að fasteignaverðið hækkaði að nafnverði um 11% fram í júlí þetta ár, eða um 6% fram yfir verðbólgu. Ég taldi að deildin hefði vanmetið eftirspurnarþáttinn og sýnist hún hafa fallið í sömu gryfju núna.
Niðurskurður á þorskkvóta þýðir samdrátt í tekjum fyrir sjómenn og útgerðarmenn. Fyrir fiskverkafólk þýðir niðurskurðurinn töpuð störf. Þetta mun koma niður á fjölda fólks sem hefur flutt til landsins undanfarin ár til að vinna við fiskvinnslu og önnur störf sem landinn gegnir ekki.
Þetta fólk mun flytja þangað sem störfin eru, á höfuðborgarsvæði, og það mun gerast hratt. Það þýðir að spurn verður eftir ódýrasta húsnæðinu þar, sem hefur áhrif á spurn eftir dýrari fasteignum.
Ef litið er á landið allt sem eitt atvinnusvæði verður ljóst að það á eftir að greinast í þenslu- og samdráttarsvæði. Á höfuðborgarsvæði og í 100 km radíus frá Reykjavík, í nágrenni Reyðarfjarðar og jafnvel á Akureyri verður fólksfjölgun með tilheyrandi spurn eftir fasteignum.
Á þessum svæðum búa 90% þjóðarinnar og þess vegna verður að álykta að fasteignaverð muni hvorki lækka né standa í stað á Íslandi á næstu árum.
Afleiðingunum hef ég lýst í annarri færslu.
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.