28.9.2007 | 12:36
Fréttir komandi viku
Einhver ykkar hafa kannski lesið fréttir komandi viku sem ég skrifaði á föstudaginn var, 21. september. Þetta var skrifað með því fororði að skrifari er ekki fréttamaður heldur bloggari. Þið getið séð hvort ykkur finnst ég hafa séð þetta sæmilega fyrir, en hér fylgja fréttir komandi viku.
Það vita allir sem vilja að Alþingi Íslendinga kemur saman mánudaginn 1. október til fyrsta þingfundar, og að frumvarp til fjárlaga verður lagt fram daginn eftir. Það sem gerist við þetta er:
Stjórn: Össur hverfur úr stjórnarandstöðu við að setjast í ráðherrastól í þinghúsinu og fer að verða mjög varfærinn í tali. Honum líkar það stórilla en fer vel með það. Margir óbreyttir Samfylkingarþingmenn máta sig stjórnarmegin í nefndir og verða glaðbeittir að sjá í fyrsta skipti í 12 ár.
Eins og ég sagði frá í síðustu viku munu Árni Johnsen og nokkrir fleiri stjórnarþingmenn mótmæla mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna þorskkvótaskerðingar frá fyrsta degi sem þeir taka til máls en þjappa sér að öðru leyti að baki stjórninni, ef þeir vilja ekki þurfa að fara í sérframboð 2011. Orðið ójöfnuður mun heyrast meira í röðum stjórnarliða en fólk hefur átt að venjast.
Stjórnarandstaða: Steingrímur kemur fram eins og sá sem valdið hefur og gerir ljóst að á honum er ekkert fararsnið úr stóli formanns VG, nema síður sé. Guðni mun koma fram eins og sá sem valdið hefur misst og verður hinn landsföðurlegi leiðtogi stjórnarandstöðu að eigin mati, en Steingrímur og Guðjón Arnar verða honum ekki sammála um það. Guðjón Arnar og Frjálslyndi flokkurinn munu koma fram eins og flokkurinn tali með einum rómi, en fáum mun dyljast að flokkurinn er klofinn í marga búta. Allur annar bragur verður á Bjarna Harðarsyni alþingismanni eftir að hann sest í fyrsta skipti á þing.
Díana prinsessa er aðalefni frétta í Bretlandi, 46 árum eftir fæðingu hennar og 10 árum eftir lát hennar. Réttarrannsókn á láti hennar hefst á þriðjudag og lýkur um hálfu ári síðar með þeirri niðurstöðu að bílstjórinn Henri Paul hafi verið undir áhrifum lyfja og kófdrukkinn að auki þegar hann ók á burðarsúlu í Pont d'Alma-göngunum á 100 km hraða á klukkustund að morgni sunnudagsins 31. ágúst 1997. Mohammed Al Fayed mun neita að horfast í augu við niðurstöðuna, en það eru fréttir komandi viku einhvern tíma á næsta ári, með hækkandi sól.
Bretar velta fyrir sér hvort Brown vilji efna til kosninga í haust. Hann ætlar ekki að halda þær en segir hvorki af né á, enda þarf hann að sætta öfl innan eigin flokks.
Í Bandaríkjunum verða málaliðafyrirtækið Blackwater og fallandi dollar í fréttunum. Þetta eru skyld fyrirbæri, eins og ég benti á í færslu um herkostnað Bandaríkjamanna og hvaða áhrif hann hefði á gengi dollarans fyrr í þessum mánuði.
Í Mjanmar reynir herforingjastjórn allt sitt til að kveða niður mótmæli líkt og henni tókst 1988. Betliskálin hefur ekki reynst nógu afdrifaríkt vopn gegn sjálfvirkum rifflum.
Herstjórn Myanmar kennir BBC um óróann í landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.