Leita í fréttum mbl.is

Að djöflast í dómurunum

Dómarar landsins eru ekki hafnir yfir gagnrýni. Mér þykir þó skotið illa framhjá markinu núna síðustu vikur þegar meðal annars nöfn þeirra voru birt eins og um hrakmenni væri að ræða.

Dómarar dæma eftir lögum landsins. Lögfræðinga greinir á um hversu vel þeir fylgja þeim en þeir fylgja lögunum.

Gagnrýni þeirra sem telja of væga dóma fylgja afbrotum, og sérstaklega kynferðisafbrotum, verða að beina spjótunum að þeim sem búa til lögin. Þeir sem það gera heita alþingismenn og hittast á vinnustað sínum á mánudaginn kemur, 1. október.

Dómarar verða að fylgja almennum reglum um sönnunarbyrði. Í sakamálum gildir að sekt verður að sanna, það er ekki nóg að ásaka menn og láta þá um að sannfæra aðra um að þeir séu ekki sekir.

Margir telja illt að til séu lögmenn sem taka að sér að verja sakborninga í sakamálum. Það má vera, en það væri alvont ef sakborningar yrðu ekki varðir. Eins er deilt á Fangelsismálastofnun að vilja gera afbrotafólki auðveldara að komast út í lífið eftir langa dóma með því að koma þeim í afplánun utan fangelsa síðasta spölinn. Það er slæmt en það væri sýnu verra ef það væri ekki hægt að gera þetta.

Það er rétt að gagnrýna dómara þegar þeir dæma á svig við lög, gegn lögum eða búa til ný lög. Lögfræðingar hafa haldið fram að þetta síðastnefnda hafi gerst í öryrkjadómnum svo dæmi sé nefnt. Það má gagnrýna alla lögfræðinga og þar með talda dómara fyrir sín verk, en það á að gagnrýna löggjafann og engan annan fyrir það hvernig lögin eru.


mbl.is Sýknudómur í kynferðisbrotamáli ómerkur og sendur heim í hérað á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband