Leita í fréttum mbl.is

Lélegasti sparnaðurinn

Ég ætla að prófa að hrinda af stað fyrstu skoðanakönnuninni á þessu bloggi. Ég ætla að spyrja um lélegasta sparnaðinn sem maður getur gert.

Næsta hálfa mánuðinn vona ég að fá uppástungur frá lesendum og bæti þeim bestu inn á skoðanakönnunina.

Fyrst varpa ég fram þremur möguleikum. Eftir því sem ég bæti við sést það bæði á könnuninni og á þessari færslu. Athugasemdir verða opnar til 7. október.

  1. Fyrsti möguleikinn sem er nefndur ætti að vera kunnuglegur. Það er að kaupa dýrari hlut þegar maður kemst á útsölu, vegna þess að sami afsláttur í prósentum gefur hærri sparnað við dýrari hlutinn! Magnað.
  2. Sá næsti er að nota yfirdrátt. Er nauðsynlegt að nota hann? Þá á ég við að meðan bankar auglýsa það sem eitthvert sérstakt keppikefli að vera bara með tæp 17% í yfirdráttarvexti, þá er líklega til mikils að vinna að komast hjá því að borga þetta.
  3. Þriðja sem ég nefni er að á því horni heimsins sem ég bý, kostar 1200 á ári fyrir fullorðna að eiga bókasafnsskírteini, sem gildir í öll bókasöfnin hérna á Innnesjum. Þó maður ætli aðeins að lesa eina bók eða líta á tvær myndir er þetta líklega búið að borga sig á fyrsta útláni.

Gjörið svo vel, þetta er ókeypis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég held að þú hafir fundið bestu sparnaðarleið allra tíma: að eignast ekki börn.

Elías Halldór Ágústsson, 30.9.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Já, má til sanns vegar færa. En fjárútlát eru ekki sama og eyðsla. Reyndar held ég að ég myndi persónulega kalla þetta lélegan sparnað hjá mér. En á heimilisbókhaldinu kemur þetta sem minni fjárútlát, það er öruggt.

Sveinn Ólafsson, 2.10.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband