18.9.2007 | 20:50
Skemmtilegur þessi miðbær, kemur alltaf jafnmikið á óvart
Seint á níunda áratugnum bjó ég á Amtmannsstíg. Eitt sinn, snemma dags, þegar ég átti leið að kaupa í matinn var hús á Lækjargötunni sem hindraði för. Þarna fór Lækjargata 4 sem endaði uppi á Árbæjarsafni.
Það kom flutningsmönnum á óvart að Bakarabrekkan skyldi setja hrygg á Lækjargötuna. Þess vegna hallaði Lækjargata 4 sér á hliðina og hvíldi öxlina við Austurstræti 22, á horni Lækjargötu og Austurstrætis, sem nú hefur verið brennt.
Svo kemur í ljós að götur eru kúptar í gamla bænum. Einmitt. Það kemur einnig í ljós að þær eru þröngar. Já, einmitt.
Nýjustu hugmyndir segja að rétt sé að flytja gömlu Lækjargötu 4 niður á Lækjartorg og lyfta því, bæta við einni hæð. Það mun líta út eins og minni útgáfa af MR. Hugmyndin lítur vel út, kallast á við Stjórnarráðið og Menntaskólann hinu megin við Lækjargötu.
Ætli það verði ekki fljótlegra að byggja nýtt timburhús frá grunni á Lækjartorgi en að flytja gömlu Lækjargötu 4 þangað til þess eins að breyta henni? Það var skipt um allt timbur og alla klæðningu í henni á Árbæjarsafni.
Kannski að það megi ekki. Þá er ekki hægt að halda í sjónhverfinguna. Í Austurstræti 20 var sagt að væri 200 ára gamalt timburhús. Það var þó ekki með nokkri upprunalegri spýtu og ekki nálægt neinni upprunalegri mynd. Eldstæðið í húsinu var þó líklega frá fyrstu árum þess.
Fógetahúsið við Aðalstræti er allt frá 20. öld, þó byggt í mynd húss sem stóð þar frá 18. öld. Það má samt ekki segja frá því.
Óraunhæft að áætla tvo tíma í flutning hússins" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:54 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.