19.9.2007 | 00:03
Hvenær rætast spár greiningardeildar Landsbanka?
Verðhækkunum á fasteignamarkaði lokið í bili, sagði greiningardeild Landsbanka 25. september 2006, sjá frétt Vefmogga á http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1225398.
Síðan hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæði um 11% fram í júlí á þessu ári, eða um 6% umfram verðbólgu eins og hún er núna.
Má ég virða spá þeirra núna í samræmi við fengna reynslu? Það er ljóst að viðleitni er hjá deildinni að tala niður fasteignaverð um leið og það er viðleitni hjá þjóðinni að hækka það.
Í þetta skiptið þorir greiningardeildin ekki að kveða jafn fast að orði en spáir þó viðsnúningi í verðþróun á fasteignamarkaði. Nánar tiltekið spáir deildin því að verðlag á fasteignamarkaði sígi eftir mitt næsta ár.
Það er greinilegt að greiningardeildin vanmat eftirspurnarþáttinn á síðasta ári. Getur verið að það sama hafi gerst núna?
Landsbankinn spáir viðsnúningi í verðþróun á fasteignamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.