17.9.2007 | 16:56
Fíllinn í stofunni í bandarískum efnahagsmálum
Bandaríkin háðu lengstu átök sín í Víetnam árin 1963 til 1973. Þau byrjuðu að senda hermenn sem svokallaða ráðgjafa en fjöldi þeirra jókst ár frá ári. Um leið fjármögnuðu þau nær algerlega her Suður-Víetnams, sem hélt áfram baráttu til 30. apríl 1975.
Þessi stríðsrekstur kostaði yfir 50.000 bandarísk mannslíf og margfalda þá tölu fyrir Víetnama. Stríðskostnaðurinn var að auki óhemju hár og þýddi að árið 1973 var dollarinn á fallanda fæti. Það var þá sem Nixon ákvað að aftengja gullfót dollara.
Nú er annað stríð í gangi og kostar ekki lítið fé. Það þýðir að dollari stendur lágt og órói er á fjármálamörkuðum. Það má ekki tala um það stríð, að það kosti mannslíf og fé, þannig að skuldinni er skellt á þá sem best er að skella skuldinni á.
Þá verða fyrst fyrir þeir sem ekki eru reglulega gestir í bönkum Bandaríkjanna. Það styggir ekki neinn að segja að þeir beri ábyrgð á óróanum. Þetta eru kallaðir sub-prime lenders og hafa að jafnaði ekki haft inngrip í fjármálakerfið. Lán þeirra til húsnæðiskaupa nema umtalsverðri upphæð, þar til hún er skoðuð í hlutfalli við það sem fjármálakerfi Bandaríkjanna veltir. Þá má sjá að hún er eins og vatnsglas í Perlunni borið saman við vatnsmagnið í geymunum sem Perlan stendur á.
Hins vegar má ekki nefna fílinn í stofunni, sem er stríðið í Írak. Þar verja Bandaríkin 9 milljörðum dollara á mánuði, eða sem svarar 600 milljörðum íslenskra króna. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að Rumsfeld vildi ekki senda jafnmarga hermenn inn í Írak og hershöfðingjarnir höfðu krafist, því það hefði kostað þrefalt meira. Stríðið kostar um 0,6% af þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna og þó það sé aðeins einn dollari af hverjum 160 segir það til sín þegar til lengdar lætur.
Eldri Bush fór þá leið þegar hann réðst á Írak að fá stuðning þjóða sem greiddu fyrir herkostnaðinn. Honum gekk svo vel í því að Bandaríkin þurftu ekki að greiða neinn kostnað þegar upp var staðið.
Dollari mun halda áfram að vera lágur og óróinn á fjármálamörkuðum mun halda áfram, fram eftir hausti.
Þau sem þekkja til táknmynda í bandarískum stjórnmálum munu skilja myndlíkinguna í fyrirsögninni.
Lækkun á Wall Street | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.