17.9.2007 | 00:17
Hvað kemur í staðinn fyrir engan þorsk?
Síðastliðna viku hafa margir keppst við að tala niður mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ég átti í fyrstu svolítið erfitt með að átta mig á því í hverju gagnrýnin fólst, en komst svo að því að hjá mörgum fólst hún í því að ríkisstjórnin hafði ekki búið til þorsk í staðinn fyrir þann sem hvarf.
Eða, að ríkisstjórnin átti víst að hjálpa þeim sem bjuggu við tímabundna skerðingu á þorskafla að þreyja þorrann og góuna. Þetta var semsagt þorskveiðifólk og því bar að hjálpa sem slíku.
Vinnuflokkur frá Rafmagnsveitum ríkisins kom í byrjun áttunda áratugarins til Raufarhafnar að vinna við spennistöð þar. Þeir þurftu að fá bíl með krana til að flytja spenninn. Það var ekki hægt að fá neinn bíl með krana í það verk. Þeir sem voru tiltækir þar sögðust bara flytja síld. Síldin var horfin og hefur ekki komið til baka. Það búa 40% færri á Raufarhöfn í dag en fyrir 10 árum.
Svipull er sjávarafli. Hvað ætli þeir telji sig græða sem skætast í því ef verið er að skapa fjölbreyttari störf fyrir ófaglært fólk?
Hér er ekki verið að draga fjöður yfir það, að þetta er hrikalegt áfall fyrir byggðir um allt land. Útgerðarmenn missa tekjur en hvert þorskkíló verður núna verðmætara og framlegð meiri um leið og skatti er aflétt af veiðileyfum. Sjómenn sjá að sama skapi fram á uppsagnir og færri úthaldsdaga, en þeir sem halda plássi fá líklega hærri hlut fyrir veitt tonn. Verra lítur það út fyrir fjölda ófaglærðra sem hafa ekki lengur vinnu í landi. Fjöldi útlendinga hefur sinnt þessum undirstöðuatvinnuvegi og má búast við að það fólk fái litla samúð Íslendinga, heldur flytji sig einfaldlega til þeirra staða þar sem nóg er vinnan.
Þegar upp er staðið er þetta hluti af þróuninni sem færir fólk frá jaðarbyggðum til staða þar sem vinnu verður að fá. Hér er ekki verið að fagna þeirri þróun, en hún er orðin yfir hundrað ára saga í þessu landi, nokkuð sem flestir myndu kalla staðreynd sem þurfi að viðurkenna og lifa eftir, ekki gegn. Byggðir eru ekki annað en sá staður sem fólk hefur valið sér til búsetu. Við erum eitt land og eitt samfélag. Það er ekki áfall að fólk skuli flytja sig á milli staða, heldur hluti af heilbrigðu þjóðlífi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.