Leita í fréttum mbl.is

Þeir dauðu hafa engan rétt

Ég hef oft heyrt að áróður geti ekki gert neitt illt. Þetta viðhorf virðist oft liggja að baki áróðursherferðum fyrir bættri umferðarmenningu.

Ég tel að því fé sem varið var í áróður fyrir minni hraða á vegum landsins hafi verið slæm ráðstöfun. Ekki einasta hefði verið hægt að verja fénu í aðrar og betri aðgerðir. Ég tel að alltof margt fólk hafi líka haldið að þar með væri nóg að gert.

Það hafði ekki tilætluð áhrif á hraðafíklanna að biðja þá að keyra hægar. Því meiri auglýsingar sem birtust þar um, því meiri hraði varð á vegum landsins og þeim mun meira fjölgaði dauðaslysum og örkumlum til lífstíðar vegna þess að árekstrar urðu á hraða langt fyrir ofan 100 km/klst.

Það var ekki fyrr en brugðist var við með meiri löggæslu að vandinn minnkaði. Nú hafa 8 farist í umferðinni á þessu ári en voru 18 á sama tíma í fyrra. Það er skelfilegt að hugsa til þess ef 15-20 manns hafa verið að falla á hverju ári og annar eins fjöldi að örkumlast fyrir lífstíð, sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir, ef þessar aðgerðir hefðu hafist fyrr.

Það er einu sinni svo að flest okkar verða daglega að taka þátt í umferðinni, hvort sem okkur likar betur eða verr. Fyrsta skylda hins opinbera er að vernda líf og limi borgaranna. Þeir dauðu hafa engan rétt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband