Leita í fréttum mbl.is

Stóra blaðamannamálið

Þau sem fylgjast með fréttum af íslenska glæpaheiminum reka sig fljótt á hvað þessi heimur er stór, af fréttunum að dæma.

Öll glæpamál eru fljót að verða að stóru málunum í meðferð fréttamanna. Vandinn er að greina á milli stóru fíkniefnamálanna, sem nú skipta tugum, þar sem hvert mál verður stærra en það sem á undan kom.

Einhvern tíma vildi fólk greinilega fara að skilja eitthvað á milli og fram komu stóra hassmálið, stóra e-töflumálið, stóra amfetamínmálið og stóra kókaínmálið. Þau urðu fljótt sömu viðleitni að bráð, ný mál komu fram sem voru stærri en þau sem á undan fóru og stóru málunum tók enn að fjölga.

Það eru kannski öll mál stór í litlu landi, en er nauðsynlegt að hamra á því? Væri hægt að finna nöfn á þessi mál?

Kannski er þetta bara stóra blaðamannamálið þegar upp er staðið. Of margir fréttamenn og of fáir lesendur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband