14.9.2007 | 00:36
Stóra blaðamannamálið
Þau sem fylgjast með fréttum af íslenska glæpaheiminum reka sig fljótt á hvað þessi heimur er stór, af fréttunum að dæma.
Öll glæpamál eru fljót að verða að stóru málunum í meðferð fréttamanna. Vandinn er að greina á milli stóru fíkniefnamálanna, sem nú skipta tugum, þar sem hvert mál verður stærra en það sem á undan kom.
Einhvern tíma vildi fólk greinilega fara að skilja eitthvað á milli og fram komu stóra hassmálið, stóra e-töflumálið, stóra amfetamínmálið og stóra kókaínmálið. Þau urðu fljótt sömu viðleitni að bráð, ný mál komu fram sem voru stærri en þau sem á undan fóru og stóru málunum tók enn að fjölga.
Það eru kannski öll mál stór í litlu landi, en er nauðsynlegt að hamra á því? Væri hægt að finna nöfn á þessi mál?
Kannski er þetta bara stóra blaðamannamálið þegar upp er staðið. Of margir fréttamenn og of fáir lesendur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.