Leita í fréttum mbl.is

Fleiri ferðamenn

Ég hef heyrt fólk halda því fram að margt væri hægt að gera á landinu annað en reisa fleiri álver til að vera vænni við umhverfið. Aukin ferðamennska hefur oft verið nefnd til sögunnar.

Það er gott fyrir þau sem vinna við ferðamennsku að vita að greinin hafi svona gott orð á sér. Það er þó varla hægt að segja að auknar ferðir erlendra túrista myndu fara vel með umhverfi, bæði hér á landi og annars staðar.

Fyrst þarf að koma þeim til landsins og frá því í lok ferðar, ef allt gengur vel. Flestir koma flugleiðis og losa þar með kolefni til jafns við tíunda hluta af því sem meðaleinkabíll gerir á hverju ári. Kolefnislosun bæði bíla og þotna fer minnkandi en þetta hlutfall breytist ekki mikið. Ef hingað koma tvöfalt fleiri ferðamenn til landsins eftir tíu ár samsvarar það þess vegna kolefnislosun og mengun frá 50.000 bílum til viðbótar við það sem nú er.

Þá er fólkið komið til landsins og þarf að sýna því landið. Það þarf að komast að helstu náttúrugersemunum þannig að það þarf að byggja vegi að þeim og aðstöðu við þær.

Er þetta endilega lausnin sem fer best með umhverfið?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband