Leita í fréttum mbl.is

Hagfræðingar og krónan

Fyrir hrun komu hingað til lands margir lukkuriddarar, ríkir og fátækir eftir ástæðum. Árið 2008 þornaði undan mörgum þeirra og þeir hurfu á aðrar slóðir. Eftir hrunið komu hingað lukkuriddarar af öðru tagi. Flestir þeirra voru vel meinandi og margir vildu hjálpa landi sem hafði lent í erfiðleikum. En sameiginlegt með þeim öllum var að þeir ætluðu að nota sér ástand sem hafði skapast sem síðan hefur endurtekið sig víða í Evrópu. Hér var þjóð sem hafði lent í áfalli.

Þá kemur að ævintýrinu um hagfræðingana og krónuna. Eftir hrun hefur aftur myndast það ástand í landinu að þó að landið hafi í orði kveðnu aðeins einn gjaldmiðil, hafa sumir aðgang að krónu á einu gengi en aðrir á öðru. Ég ólst upp við þetta ástand og þekki það í hörgul. Einhverjir hafa komið þessu ástandi á og það vegna þess að þeir hafa hag af því. Þar sem er hagur, þar eru hagfræðingar.

Þá skulum við segja söguna af hagfræðingunum fjórum, sem við köllum Sheldon, Leonard, Howard og Raj, vegna þess að við ætlum að segja söguna líka utan landsteinanna. Leonard verður félagi Sheldons og kynnist þess vegna gjaldmiðlinum sem flytur inn hinum megin gangsins, sem við skulum kalla Penny, svona eins og ein eða tvær krónur. Hagfræðingarnir eru allir snillingar en eiga í erfiðleikum með að aðlagast samfélaginu, sem er of ófullkomið fyrir snilldina í þeim.

Sheldon er seðlabankastjóri og hefur eigin skoðanir á flestu sem gerist í landinu og aðrir landsmenn deila ekki þeim skoðunum. Leonard er aðalhagfræðingur og reynir hvað hann getur að lifa í sátt og samlyndi við gjaldmiðilinn Penny. Howard er fjármálaverkfræðingur sem hefur verið fenginn til að sjá um peningaflæði í geimnum, og Raj er ofursnjall þjóðhagfræðingur sem rannsakar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu. Samskipti Sheldons við venjulegt fólk fara einungis fram þannig að hann minnir á hversu ofursnjall hann er og hversu lítið almenningur skilur. Raj getur ekki talað við aðra en hagfræðinga, nema að fá sér fyrst í glas. Howard er svo áfram um að sýna okkur geimhagfræðina sína að að er svolítið krípí. Leonard virðist eiga best með að eiga samskipti við fólk, en samskiptin milli hans og gjaldmiðilsins Penny markast af því að Penny finnst hún ekki alveg nógu sniðug fyrir svona snjallan hagfræðing.

Raunveruleikinn er allur annar, eins og allir þekkja sem hafa lesið þetta ævintýri. Í raun þoldi Leonard ekki Sheldon og flutti út viku síðar. Hinum megin við ganginn bjó stór og mikill klæðskiptingur og Leonard kynntist aldrei gjaldmiðlinum Penny.

Þannig er það líka með raunveruleikann á Íslandi. Verðbólgumarkmið er 2,5% en um leið og það næst er hún rokin upp aftur. Krónan er ekki tæk í viðskiptum utan landsteinanna. Ekki er hægt að fara með meira en 1900 pund úr landi öðruvísi en að fá uppáskrifað leyfi hjá landsfeðrunum. Allar neysluvörur sem eru að meira eða minna leyti keyptar erlendis frá urðu 40% hærri við hrun og munu hækka aftur ef höftum verður létt af krónunni, sem er raunástandið. Einnig innlendar vörur, því að íslenskt búfé nærist á innfluttu kjarnfóðri, bændur nota innfluttan áburð, innfluttar dráttarvélar og íslenskir útgerðarmenn verða að kaupa olíu, veiðarfæri og flestan tækjabúnað erlendis frá.

Raunveruleikinn er að við erum ofurháð viðskiptum við löndin í kringum okkur. Um og yfir helmingur tekna og útgjalda er fenginn með þessum viðskiptum, og af því eru tæp 75% með viðskiptum við lönd Evrópusambandsins. Það er hagur annarra en almennings sem ræður því að krónan er notuð hér á landi. Skylda löggjafans er að vinna fyrir hagsmuni Íslendinga. Það gera þúsundir hér á landi á hverjum degi og telja það sjálfsagt.

Höfundur lærði hagfræði hjá Seðlabankastjóra og er hluti af afar fámennum hópi sem náði prófi hjá honum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband