Leita í fréttum mbl.is

Skoðanir eða skálkaskjól

Það sem kallað er fræðileg umræða á Íslandi er alltof oft einfaldlega það að fólk skellir fram sínum skoðunum og reynir að finna rök að þeim eftir að hafa myndað sér skoðun. Það heitir einfaldlega friðþæging á íslensku.

Dæmi um þetta er þegar höfuðborgarbúar sem eru vanir að fara út á land einu sinni á sumri eða svo og hrökkva í kút ef þeir sjá einhverjar breytingar. Þá verður landið friðheilagt í þeirra augum, en aðeins ef það er utan suðvesturhornsins. Þá er hægt að friða land ef það er nógu langt frá Reykjavík meðan sams konar framkvæmdir ganga óhindrað ef þær gagnast Reykvíkingum. Það er ekkert jafnræði milli kosta og um leið enginn siðlegur grunnur, bara geðþóttaákvörðun sem er sett í mynd röklegrar umræðu.

Það er fallegt að eiga þá hugsjón að enginn hernaður ríki í veröldinni og enginn þurfi að verja sitt land. Það er annar handleggur þegar fólk lýsir því yfir að Ísland eigi að vera herlaust en vill um leið ekki að það sé varnarlaust. Þá er það búið að kalla eftir því að aðrar þjóðir sjái um að verja landið, helst þannig að þær komi þó aldrei hingað. Þetta hefur engan siðlegan grunn og verður ekki rætt röklega, þó að margir láti svo.
 
Svona má leika sér lengi og alltof margir þiggja laun fyrir leikinn. Sannleikurinn er að þegar fólk ætlar sér í stjórnmál til þess eins að gera upp á milli löglegra atvinnugreina, þá skyldu allir vara sig á þeim. Þá er búið að skipta út snarvitleysu gróðaáranna með viðskiptatrúnni, fyrir geðþóttaræði þar sem stjórnmálamenn ákveða hvaða atvinnugreinar skuli þóknanlegar og hverjar ekki. Fólk þarf hvorugan kostinn og á að kjósa hvoruga vitleysuna. Trú á geðþótta einstakra stjórnmálamanna er ekki betri en trú á tæra snilld viðskiptamanna, sem þóttust eiga fé.

Mikið af umræðunni á blogginu er undir sama hatti, en félagsleg útgáfa af friðþægingunni: Fólk finnur sér einhverja með svipaðar skoðanir og það sjálft og heldur að skoðanir verði sannari eftir því sem fleiri halda þeim fram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband